föstudagur, október 26, 2007

Oldie goldie

Þegar ég bjó í Danmörku 1990 til 1991 átti ég flottan nágranna, Kaptein Lundberg. Hann var yfirlífvörður drottningar, gekk fremstur í flokki í vaktskiptunum og heilsaði okkur með stafnum sínum. Kapteinninn bauð okkur í heimsókn í Amalienborg, bústað drottningar og í Fredensborg þar sem hann lét lífverðina bera fyrir okkur kökur og kaffi. Fyrstu tvær myndirnar eru teknar í Amalienborg og sú þriðja fyrir utan Fredensborg. Pabbi og Heiggi eru þarna á annari myndinni. Takið eftir klæðnaðinum á okkur, ég er sérstaklega móðins, stuttu gulrótarbuxurnar og gallaskyrtan við, hvítu sokkarnir og leðurskórnir, einstaklega smekkleg samsetning. Takið einni eftir hvernig bolurinn minn er vel girtur ofaní bleiku krumpubuxurnar, og að sjálfsögðu í leðurskónum við. Skóbúðir í hálfu Þýskalandi voru þræddar til að finna þessa skó á mig. Ég hef alltaf verið með mjög sérstakan og ákveðinn skósmekk. Þegar ma sendi mér þessar myndir spurði ég hvað hún hefði eiginlega verið að hugsa þegar hún klæddi mig í gamla daga, hún dæsti bara og sagðist ekki vita það.






Úmg! Er að taka eftir axlapúðunum núna!! Var einmitt að spá í hvað ég var ansi herðabreið í denn... Einnig gaman að því að á síðustu myndinni er Inger, kona kapteinsins, með hundinn Sófus, klædd í gallabuxur og gallaskyrtu..ég hef greinilega verið ansi vel inni í tískunni!