mánudagur, desember 03, 2007

Arr en bí kveld

Ég dröslaði mér í samkvæmi á laugardagskvöldið, eftir mikinn dans á föstudagskvöldinu. Einhvernveginn æxluðust mál þannig að ég var eina bleiknefja konan í samkvæminu, umkringd þeldökkum þokkagyðjum. Þeim fannst voða góð hugmynd þegar líða fór á kvöldið að draga fram Playstation tölvu og fara í Singstar. Það fannst mér alls ekki góð hugmynd. Ég lét mig því reglulega hverfa fram í eldhús þegar mig grunaði að röðin gæti komið að mér að syngja. Ég komst algjörlega upp með þessi hvörf mín þar sem þær sungu allar svo ansi vel að þær kepptust um að komast að. Merkilegt hvað svartar konur syngja vel. Mér fannst ég ansi föl þetta kvöld, ekki bætti úr skák að ég er enn fölari en venjulega eftir að hafa verið veik. Ég huggaði mig þó við það að ég var sú eina í boðinu með mitt eigið hár á höfðinu. Allar með hárlengingar og ein meira að segja með kollu. Kostulegt.