fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Allt í góðu sko!

Ég er ekki að standa mig í blogginu. Hef varla kveikt á tölvunni í heila viku. Undur og stórmerki gerast! En nú er ég mætt aftur af fullum krafti...:)

Ég átti ljómandi góða langa helgi, frí í vinnunni frá föstudegi og mætti ekki aftur fyrr en á miðvikudaginn. Ég átti von á heimsókn frá Íslandi um hálf níu leytið á fimmtudagskvöldinu, en eitthvað var íslenska veðrið að stríða mér, svo fimmtudagskvöldi og -nóttu var eytt einhvern veginn svona:



Gott að hafa Marianne og Hawaii gallann innan handar í vonsku veðri:)


Klukkan fimm um nóttina var ég búin að gefa upp alla von og skreið í bólið, en sei sei þá ákvað Ísland að fara í loftið. Af sjálfsdáðum (nota bene) vaknaði ég því klukkan átta og tók á móti gesti góðum upp úr níu. Helginni var svo eytt í glaum og gleði og skoðunarferðir um Kaupmannahöfn og nágrenni...*hóst* .. Neinei helginni var eytt voða mikið í Næstvedgade 6a og nánasta nágrenni;)

Og hver var hinn dularfulli gestur? (Gæti einhver spurt sig..ekki margir).




Nú auðvitað yndið mitt:)


Jæja...búið að taka mig marga tíma að skrifa þessar nokkru línur, brjálað að gera á meðan! Smelli kannski inn færslu á morgun;) Ciao ciao!