fimmtudagur, apríl 05, 2007

Austan Eden er kannski skrítin saga, en ég hafði mjög gaman af henni. Í ár áætla ég að ég sé búin að lesa sirka 10 bækur, ég er mikill lestrarhestur:) Er að lesa höfund Íslands núna. En að öðrum málum, ég var að flytja enn eina ferðina, bý núna í lítilli holu á Österbro, eitt herbergi, eldhús og bað. Hingað til hef ég búið í mubleruðum íbúðum en þessa fékk ég tóma svo ég neyddist til að kaupa allt inn í hana. IKEA ferðin á laugardaginn tók því fimm tíma og keypti ég sófa, rúm, stofuborð, kommóðu, fataskáp, gardínur, ljós og allt sem ég þurfti í eldhúsið og á baðið, splæsti svo í einn flatskjá, þó í minna laginu, hálfgerður mini flatskjár, svo nú er ég komin með ágætasta innbú fyrir lítinn pening. Ég keypti sem sagt allt það ódýrasta í IKEA. Svo fékk ég allt dótið flutt heim og fékk ég þriggja góðra kvenna hjálp við burð og samansetningu sem tók hálfan laugardag og heilan sunnudag fram á kvöld (seinkun vegna gríðarlega asnalegra skápasamsetningarmistaka), og var íbúðin ekki komin í gott stand fyrr en á mánudagskvöldið klukkan hálf tvö. Sem betur fer var ma í heimsókn og gat stýrt þessu öllu harðri hendi, annars hefði ég fengið flutningaflogsblokkeringu og bara fallist hendur og setið og starað á þessa óyfirstíganlegu hauga af drasli sem ég hef sankað að mér hérna. Núna vantar mig bara hnífapör og óhreinatauskörfu og þá er verkið fullkomnað.

Ég uppgötvaði það í dag að það hlýtur að vera þvílíkt gaman að vera lestarstjóri. Þá getur maður sagt í kallkerfið í lestinni: "Þú ungi maður sem varst að veifa framan í mig handlegg með úri áðan, ég veit ekki hvort þú varst að reyna að selja mér svart úr en ég get sagt þér það að lestin keyrir frá Gentofte klukkan 18:25 núll dútt." Þetta fannst mér fyndið og hló þess vegna. Það hló enginn annar í lestinni, allir horfðu bara á mig. Það fannst mér líka fyndið.

Ég held ég þjáist af ofþreytu vegna gríðarlegrar þjónustulundar og ofnotkunar á brosvöðvum frá 1. mars. Er orðin hálf rugluð í hausnum:) Ég er nú ekki brosmildasta manneskjan sem ég þekki að eðlisfari, svo það er skiljanlegt að þetta taki svolítið á. Best að skríða bara undir sæng held ég...í bili...bæ:)

laugardagur, mars 10, 2007



"Þér hafið alltaf átt þennan hest," sagði Adam.
"Hann er nú orðinn þrjátíu og þriggja ára gamall," sagði Samúel.
-"Tennurnar eru alveg útslitnar. Ég verð að gefa honum volga soppu og það með fingrunum. Og hann dreymir illa. Stundum skelfur hann og kjökrar í svefninum."
"Hann er sá ljótasti gamli jálkur, sem ég hef nokkru sinni séð," sagði Adam.
"Hann hefur alltaf ljótur verið. Það var víst þess vegna sem ég kaus mér hann, þegar hann var ungur foli. Vitið þið það, að ég gaf aðeins tvo dollara fyrir hann, fyrir þrjátíu og tveimur árum? Allt var gallað á honum, hófarnir eins og pönnukökur, ökklaliðirnir alltof gildir og stuttir. Hann var brattnefjaður og söðulbakaður, bringumjór og lendadigur. Og þegar maður situr á honum, er eins og maður hossist á sleða yfir malarhauga. Hann kann ekki að brokka og hnýtur í öðru hverju spori. Í öll þessi þrjátíu og tvö ár hef ég ekki orðið var við einn einasta góðan eiginleika í fari hans. Hann hefur auk þess marga hvimleiða galla. -Hann er þver og þrjóskur, illkvittinn og óhlýðinn. Til þessa dags er ég hræddur við að koma á bak honum, því að hann á það til að slá. Hann reynir að bíta í höndina á mér, þegar ég er að gefa honum mat. En mér þykir og mun þykja vænt um hann."
"Og svo nefnduð þér hann Doxology, sem þýðir "lofsöngur"," sagði Lee.
"Já, skepna sem var svo fáum kostum búin, varð að hafa eitthvað til að prýða sig með," sagði Samúel. -"Nú á hann ekki langt eftir."
"Þér ættuð kannski að binda endi á eymd hans," sagði Adam.
"Hvaða eymd?" spurði Samúel. "Hann er ein af þeim fáu hamingjusömu og ánægðu skepnum, sem ég hef þekkt."
"Hann hlýtur þó að vera bæði stirður og gigtveikur."
"Ekki álítur hann það sjálfur. Doxology heldur sig vera hreinasta úrvalsgæðing."

-Austan Eden, John Steinbeck

fimmtudagur, mars 01, 2007

Ég reyndi og reyndi að pöbblissa þetta blogg mitt meðan ég var á Íslandi en það tókst aldrei svo það kemur bara núna...


Krossaprófið var vonum framar svínslegt, hver veit svo sem hvort nýrun eru staðsett milli 7. brjóstliðar og 1. lendarliðar eða 8. brjóstliðar og 2. lendaliðar, eða hvort það er heilataug númer 4, 5, 10 eða 11 sem stýrir andlitsvöðvunum? Og hvernig það tengist snyrtifræði er ég ekki alveg að átta mig á. Svo það var frekar niðurbrotinn bekkur sem gekk út úr prófinu á fimmtudaginn og safnaðist saman á kaffihúsi til að drekkja sorgum sínum í einum öl eða tveimur. Við áttum svo að mæta í skólann klukkan tvö og fá afhent umslög með niðurstöðum úr prófunum, en vegna veðurofsans voru allir svíarnir veðurtepptir í Malmö og tóku ekki prófið fyrren klukkan tvö svo okkur var gert að bíða til hálf sex með að fá niðurstöður. Ég kippti mér ekki upp við það, enda mjög viss um að hafa ekki náð krossaprófinu svo ég var ekkert stressuð. Taldi saman þau svör sem ég var viss um að ég hefði rétt og þau voru einungis 58, svo mig vantaði 12 stig uppá til að ná. Hinar stelpurnar voru hver annarri fölari og taugaveiklaðari, grátandi og niðurbrotnar.

En sei sei, tíminn leið og bjórunum fjölgaði, og þegar ég loksins fékk umslagið mitt kom í ljós að ég hafði slysast til að ná fjandans prófinu! Sex úr bekknum féllu á því bóklega og ein á því verklega, svo það blandaðist saman grátur og hlátur. Svo fór allur hópurinn, eða að minnsta kosti þær sem náðu, út að borða og svo á skemmtistað á eftir, við vorum um 50 stelpur held ég, og það var tjúttað fram á rauðan morgun, sem var nú ekki það gáfulegasta að gera þar sem ég þurfti að vakna klukkan átta til að komast í flug;) En það tókst og ég er núna stödd á Akureyri hjá ma og pa í góðu yfirlæti, búin að kíkka á Vélsmiðjuna að sjálfsögðu, það var heldur betur gaman, og hitta vinkonurnar sem var enn meira gaman. Búin að sofa mikið þar sem ég var hálf þreytt og svefnlaus eftir síðustu viku, búin að fá góðan íslenskan mat (panta alltaf kjöt í karrý þegar ég kem til landsins) og lesa góða bók. Gæti ekki hafa fengið betri útskriftargjöf!

En já, ég náði allavega prófinu með glæsibrag, er ánægð að vera búin með þetta, svo fer ég aftur út á miðvikudaginn til að byrja starfsnámið mitt, og svo kemur bara í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér.

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Þá er verklega prófinu lokið. Það tók allan daginn, eða frá klukkan níu um morguninn til klukkan sex um kvöldið, með hálftíma matarhléi. Þetta var bara mjög afslappaður dagur svo sem, ég var ekkert stressuð þrátt fyrir nokkra magapínu undanfarna daga. Ég gat svarað öllum spurningum og framkvæmt það sem ég átti að gera án teljandi erfiðleika, en prófið fólst í öllu því sem ég hef lært undanfarið ár...ja undanfarið eitt og hálft ár ef farið er út í smáatriði;) Ég lauk svo prófdeginum með glæsilegri förðun sem vakti lukku meðal prófdómara, svo ég hlýt að útskrifast með fyrstu einkunn, hehe...

Á morgun er svo bóklega prófið sem felst í 100 krossaspurningum, og þarf ég takk fyrir að svara 70 rétt til að ná prófinu. Það þykja mér kröfur. Við tókum prufupróf fyrir einum tveimur mánuðum og þá voru ekki nema fimm úr bekknum sem náðu því, ég var þeirra á meðal en það munaði ekki mörgum stigum. Það var nú sérstaklega svínslegt próf hef ég heyrt svo ég vona að prófið á morgun verði auðveldara... sérstaklega vona ég það þar sem ég hef ekki verið neitt of dugleg við lesturinn hömm hömm.

Ég er svo á leiðinni heim á Frón á föstudaginn, elskuleg móðir mín var farin að sakna mín svo mikið að hún splæsti á mig farinu;) Ég verð á landinu fram á miðvikudag en þá neyðist ég til að fljúga aftur til Köben því að starfsnámið mitt er að byrja 1. mars. Starfsnámið, sem er full vinna, tek ég á Skodsborg kur hotel og spa þar sem ég hef verið að vinna aðra hvora helgi. Var ég kannski búin að skrifa það áður...hvað um það, allt í blóma hér í snjóstorminum í Köben, við sjáumst!

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Why women lie

One day, a seamstress was sewing while sitting close to a river and her
thimble fell into the river. When she cried out, the Lord appeared and
asked, "My dear child, why are you crying?"

The seamstress replied that her thimble had fallen into the water and that
she needed it to help her husband in making a living for their family.

The Lord dipped his hand into the water and pulled up a golden thimble set
with pearls. "Is this your thimble?" the Lord asked.

The seamstress replied, "No."

The Lord again dipped into the river. He held out a silver thimble ringed
with sapphires. "Is this your thimble?" the Lord asked again.

The seamstress replied, "No"

The Lord reached down again and came up with a leather thimble.
"Is this your thimble?" the Lord asked.

The seamstress replied, "YES."

The lord was pleased with the woman's honesty and gave her all three
thimbles to keep and the seamstress went home happy.

Some years later, the seamstress was walking with her husband along the same
riverbank and her husband fell into the river and disappeared under the
water. When she cried out, the Lord again appeared and asked her, "Why are
you crying?"

"Oh Lord, my husband has fallen into the river!"

The Lord went down into the water and came up with Mel Gibson.
"Is this your husband?" the Lord asked.

"Yes," cried the seamstress.

The lord was furious. "YOU LIED! That is an untrue!

The seamstress replied, "Oh, forgive me, my Lord. It is a misunderstanding.
You see, if I had said 'no' to Mel Gibson, you would have come up with Tom
Cruise. Then, if I said 'No' to him, you would have come up with my husband
and had I then said 'yes' you would have given me all three. Lord, I'm not
in the best of health and would not be able to take care of all three
husbands, so that's why I said 'yes' to Mel Gibson."

The moral of this story is: WHENEVER A WOMAN LIES, IT'S FOR A GOOD AND
HONORABLE REASON AND IN THE BEST INTEREST OF OTHERS. THAT'S OUR STORY, AND
WE'RE STICKING TO IT.

föstudagur, febrúar 09, 2007

Þá er ég komin í upplestrarfrí. Eða nokkurskonar upplestrarfrí, þarf að mæta í skólann á þriðjudag og fimmtudag. Svo fer ég í próf 21. og 22. febrúar. Fyrri daginn er verklegt próf sem tekur allan daginn þar sem prófað er úr öllu sem ég hef lært , verklega og munnlega, erlendir prófdómarar og ég veit ekki hvað og hvað. Seinni daginn er svo MCQ próf, 100 krossaspurningar úr öllu efni sem við höfum farið yfir á heilu ári; líffæra- og lífeðlisfræði, eðlis- og efnafræði, sýklafræði, húðsjúkdómafræði, produktkemi, hudpleje, voks, makeup, apparater, mani og pedi...og já allur hinn fjandinn sem ég hef lært :) Svo það er mikið að lesa hjá mér núna.. ef ég bara nennti að byrja. Er alveg ógurlega slow í hausnum eitthvað núna og kem
mér bara alls ekki að því að lesa. Þá er bara að taka sig saman í andlitinu og reyna sitt besta.... get ekki beðið eftir að klára þennan bévítans skóla. Byrja svo starfsnámið 1. mars á Skodsborg þar sem ég hef verið að vinna aðra hvora helgi í vetur. það verður mikil vinna í þessa 6 mánuði, alltaf fullbókað hjá manni allan daginn.

Anyhooo.....later folks;)

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Bitch

Þetta lag hefur alltaf verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Lýsir þetta ekki svolítið hinu kvenlega eðli? Eða kannski bara mínu? ;)


Bitch

by Meredith Brooks



I hate the world today
You're so good to me
I know but I can't change
Tried to tell you
But you look at me like maybe
I'm an angel underneath
Innocent and sweet
Yesterday I cried
Must have been relieved to see
The softer side
I can understand how you'd be so confused
I don't envy you
I'm a little bit of everything
All rolled into one

[Chorus:]
I'm a bitch, I'm a lover
I'm a child, I'm a mother
I'm a sinner, I'm a saint
I do not feel ashamed
I'm your hell, I'm your dream
I'm nothing in between
You know you wouldn't want it any other way

So take me as I am
This may mean
You'll have to be a stronger man
Rest assured that
When I start to make you nervous
And I'm going to extremes
Tomorrow I will change
And today won't mean a thing

[Chorus]

Just when you think, you got me figured out
The season's already changing
I think it's cool, you do what you do
And don't try to save me

[Chorus]

I'm a bitch, I'm a tease
I'm a goddess on my knees
When you hurt, when you suffer
I'm your angel undercover
I've been numb, I'm revived
Can't say I'm not alive
You know I wouldn't want it any other way

mánudagur, janúar 15, 2007

Murphy's Laws (as posted in Arizona Humor)

Murphy's First Law: Nothing is as easy as it looks.

Murphy's Second Law: Everything takes longer than you think.

Murphy's Third Law: In any field of endeavor, anything that can go wrong will go wrong.

Murphy's Fourth Law: If there is a possibility that several things can go wrong, then the one that will cause the greatest damage will be the one to go wrong.

Murphy's Fifth Law: If anything absolutely can NOT go wrong, it will anyway.

Murphy's Sixth Law: If you perceive that there are four possible ways in which a procedure can go wrong and circumvent these, then a fifth way, unprepared for, will promptly develop.

Murphy's Seventh Law: Left to themselves, things tend to go from bad to worse

Murphy's Eighth Law: If everything seems to be going well, you have obviously overlooked something.

Murphy's Ninth Law
: Nature always sides with the hidden flaw.

Murphy's Tenth Law
: Mother Nature is a son-of-a-gun.

Murphy's Eleventh Law
: It is impossible to make anything foolproof, because fools are so very ingenious.

Murphy's Twelfth Law: Things get worse under pressure.

A few additions to Murphy's Laws ...
-To study a subject best, understand it thoroughly before you start.
-If an experiment works, something has gone wrong.
-If mathematically you end up with the incorrect answer, try multiplying by the page number.
-When in danger or in doubt, run in circles, scream and shout!


Ég undra mig enn á þessari mynd...

laugardagur, janúar 13, 2007

Ég hef...

Þetta er sniðó!

( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl
(x) verið ástfangin/n

(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu
(x) verið rekin/n
(x) lent í slagsmálum
(x) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n/
(x) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu
(x) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja

( ) farið til Canada

( ) farið til Mexico

(x) ferðast í flugvél

( ) kveikt í þér viljandi

(x) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði (sem sagt í snjó)
(x) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
(x) farið í “tískuleik” (dress up)
(x) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum
(x) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta
( ) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
(x) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
(x) verið rekin/n eða vísað úr skóla.
( ) lent í bílslysi
( ) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
(x) borðað líter af ís á einu kvöldi
( ) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum
(x) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
( ) litað nýlega með vaxlitum

(x) sungið í karaókí
(x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum...Patzy borgaði svo einu sinni í Sjallann bara með smápeningum...það er fyndnara:)
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni
( ) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni. fjöruni.
(x) komið óboðin/n í partý-
(x) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig

Hissa?

jájájá ég er á lífi gott fólk, alveg róleg! Hef bara þjáðst af bloggfælni síðustu daga/vikur/mánuði en er öll að koma til eftir stífa endurhæfingu.
Ég eyddi jólunum á Kanarí, hef ekki komið á sólarströnd í ein 20 ár held ég, talandi um að vera að verða gamall... að geta talað um eitthvað sem maður gerði fyrir 20 árum hljómar ekki mjög vel þegar manni finnst maður enn vera 16.. sei sei. En það var alveg hreint glimrandi á Kanarí, sól og blíða og ég náði mér meira að segja í örlitla sólbrúnku, alveg magnað. Ég var ekki með neina myndavél með í för en kannski ég reddi mér einhverjum myndum frá ma og pa, er alltof löt í þessu myndastússi...ja eða bara ansi hreint löt svona yfirleitt.

Bloggþerapistinn minn ráðlagði mér að flýta mér hægt í að byrja að skrifa aftur, baby steps, baby steps, svo ég læt gott heita í bili. Ciao...

mánudagur, október 02, 2006

Ísland farsælda frón

Af hverju býr fólk á Íslandi? Nú, einfaldlega vegna þess að það fæddist þar.

Held að Megas sé sammála mér í því.


Um óþarflega fundvísi Ingólfs Arnarsonar


Ingólfur hét hann sem endur fyrir löngu
Ísaland fann og nam og bjó sér þar ból.
Og stjórnmálamennirnir minnast hans í ræðum,
og menn geta séð hvar hann stendur uppá Arnarhól.
En hvað er það sem verndar viðkomu landans?
Vitið þér hvað það er, mér er það hulið.
Því á landsmenn og -konur herja eldar og ísar,
en allra verst er þó bansett næturkulið.
Því segi ég skál fyrir Fróni og Fjölni og allt það,
og fyrir þeim snjöllum sem þar hafa skrimt og hrokkið.
Við minnumst Ingólfs Arnarsonar í veislum
-en óskum þess að skipið hans hafi sokkið.



Biðst velvirðingar á mögulegum villum í texta. Hann talar svo bölvað óskýrt karlinn.

sunnudagur, október 01, 2006

Fyrsta október sit ég úti á tröppum í sólbaði á hlýrabol og pilsi og les smásögur. Á svona stundum er maður feginn að búa ekki á Íslandi.

Ég er hætt á snyrtistofunni, kerlingaruglan stóð ekki við að veita mér vinnu fram í miðjan október, ég var bara afleysingarúrræði. En ég græt það ekki, hálf furðulegur vinnustaður að mörgu leyti. Mér bauðst hins vegar vinna á mun betri stað og byrja ég þar 28. október og mun vinna aðra hvora helgi í vetur. Sá staður heitir Skodsborg Kurhotel & Spa og er mörgum íslendingum að góðu kunnur; eins konar heilsuhæli efnaða fólksins. Heimasíðan segir allt sem segja þarf um þennan stað, stórglæsilegur! Svo það mun ekki líta illa út á ferilskránni að hafa unnið þarna, og eiginlega einstök heppni að hafa fengið þetta starf, veit að það eru margir sem sækjast eftir því að vinna þarna. Ég fer á einhver námskeið áður en ég byrja, spa námskeið og Decleor námskeið meðal annars, en þau eru ekki fyrren eftir miðjan október svo ég þurfti að finna mér eitthvað að gera þangað til, og hvað er þá betra en að skreppa heim til Akureyrar í smá heimsókn!

Svo er ég byrjuð í ræktinni af fullum krafti. Er hálf "ógöngufær" af strengjum á hinum furðulegustu stöðum, vissi ekki einu sinni að það væru vöðvar á sumum stöðunum..já anatomiunámið hefur greinilega borgað sig hohohoh:) Mæti með vinkonu Stínu á morgnana, en við erum á svipuðum aldri ef frá eru dregin svona 40 ár. Afgangurinn af hópnum sem við æfum með er svo á svipuðum aldri og hún. Ég uni mér því mjög vel!

Svo er ég búin að bóka ferð til Íslendinganýlendunnar Kanaríeyja um jólin, en þar mun fjölskylda mín eyða jólum og áramótum. Mér fannst nú ekki annað hægt en að vera með þeim yfir hátíðirnar og ekki skemmir það fyrir að geta flúið úr frostinu hér og lagst í sólbað og huggulegheit í tæpar tvær vikur! Það ætti líka að létta vetrarlundina og hrista svolítið af manni slenið sem á það til að hellast yfir mann í skammdeginu að fá smá sól og birtu.

Það er fáránlega stór fluga í einhverju flogi hérna í kringum mig svo ég er farin í bili. Ullabjakk!

laugardagur, september 09, 2006

Mér finnst ekki nema nokkrir dagar síðan ég bloggaði síðast, en sjá, það er liðinn mánuður. Það var ekki ofsögum sagt í kvæðinu; Tíminn líður hratt á gervihnattaöld! Hoho.. Ég er flutt til Lyngby enn eina ferðina, mikið er ég komin með skelfilega leið á að pakka og flytja, hryllir við tilhugsuninni um næsta flutning.
Ég er bara að vinna og vinna þessa dagana, orðin alveg svaka klár snyrtifræðingur og ég tala ekki um hvað ég er góður nuddari! Ég er búin að stjana svo í kringum fólk síðustu vikur, hátt og lágt, að mig er sjálfa farið að dauðlanga í allsherjar líkamsmeðferð; nokkurra tíma nudd væri vel þegið, andlitsbað, fót- og handsnyrting.. mmmmhmmm! Býður sig einhver fram? Öll tilboð verða tekin til nánari athugunar.
Ég var að koma heim úr vinnunni, vinna alla laugardaga, yndislegt eða hitt þó. Held ég halli mér smá, er eitthvað voða dollíbúss...sætt orð;)

föstudagur, ágúst 11, 2006

Emo




Jæja, loksins veit maður hvað svona fólk kallast.