sunnudagur, júní 26, 2005

...

Þetta er búin að vera skrítin vika og skrítin helgi. Stundum er maður svo skrítinn.

Værirðu ekki stundum til í að geta orðið þrettán aftur og byrja líf þitt öðruvísi?

Væri ekki æðislegt að vera með það á hreinu hvað skiptir mestu máli í lífinu?


Eitt sinn var afi minn spurður í viðtali:
-Þú hélst lengi tryggð við heimahaga þína. Varstu ef til vill að hugsa um að una þar ævilangt við búskap og skáldskap, eins og svo margir aðrir hafa gert?

Og því svaraði hann:
-Sennilega hef ég talið það sjálfgert. Um bústaðaskipti eða framtíðina yfirleitt hugsaði ég lítið þar til ástin kom í spilið. Ég mætti ungri stúlku á förnum vegi. Það varð ást við fyrstu sýn. Þar hreppti ég minn stærsta vinning. Síðan hef ég ekki þurft að spila í happdrætti.


Það er svo margt í lífinu sem kalla mætti happdrætti. Athafnir, ákvarðanir. Ég vona að þegar ég finn ástina finni ég mig ekki knúna til að taka þátt í áhættusömu happdrætti. Því það er aldrei að vita nema maður skíttapi.