sunnudagur, júní 26, 2005

Ljóðafílingur um helgina

Neyddist til að stela litlu ljóði frá henni Garúnu.

Þau stóðu þar sem þaut með björtum lit
hið þunga fljót og horfðu í vatnsins strengi
og heyrðu að sunnan sumarvinda þyt
um síki og engi

Og armlög þeirra minntu á fyrsta fund
þó fölur beygur hægt um sviðið gengi
er laut hann höfði og sagði í sama mund:
Veistu hvað gleðin tefur tæpa stund
en treginn lengi.

Hannes Pétursson


Annars er ég búin að hlusta stanslaust á Bubba alla helgina, Í sex skrefa fjarlægð frá paradís, aftur og aftur og aftur. Hann kveikir svo á sálinni. Hin platan á leiðinni, Ást. Vona að hún sé jafn góð.