laugardagur, júní 18, 2005

Ljómandi dagur

Alltaf er maður að prófa eitthvað nýtt. Í morgun fór ég niður á poll og spreytti mig í árabáta- og kajakróðri. Ég var nú hálf smeyk við kajakinn og vildi fá að vita hvað ég ætti að gera ef hann skyldi velta. Það gat enginn sagt mér það svo ég lét bara ýta mér frá landi og gerði mitt besta. Ég verð nú bara að segja það að ég var alls ekki eins slæm og ég bjóst við! Öldurgangurinn var heldur ekki mikill og gott veður svo þetta var alveg frábært! Ég var reyndar ekki í hlífðarfötum, bara stígvélum svo ég kom sullandi blaut úr þessari siglingu, frosin á rassinum;) Seinnipartinn fór ég svo heim á plan til ma og pa og við pa tókum allsherjarþrif á lillasanseruðu eldingunni og ég er öll í bóni núna. Svo er bara spuring hvað kvöldið hefur í för með sér, glaum og gaman eða rólegheit?