föstudagur, september 02, 2005

Vá hvad thad er ljúft hér

Thad gefst ekki mikill tími til bloggs thessa dagana, allt brjálad ad gera. Skólinn byrjadi í fyrradag, ég mætti galvøsk med nesti en thó ekki med nýja skó, their komu ekki fyrr en í dag. Vid erum 24 píur í bekknum mínum og í allt eru held ég thrír bekkir, svo thad er slatti af stúlkum. Bekkjarkennarinn minn er íslenskur og níu Svíar eru í bekknum svo thetta er ansi fjølbreyttur bekkur, en thad gerir thetta bara skemmtilegra. Vid byrjudum bara fyrsta daginn á ad fara yfir námid og skólareglur en thær eru ansi hreint strangar, enda er Cidesco skólinn thekktur fyrir ad útskrifa bestu snyrtifrædinga sem finnast, eda svo segir sagan. Okkur var svo úthlutad ýmsum skemmtilegheitum, kúfadri snyrtitøsku, fót- og handsnyrtingartøsku, handklædum, løkum og hárbøndum og vorum vid alveg hreint tístandi af ánægju;) Sjø skólabækur fengum vid einnig, hver annarri erfidari, thetta er sko alls alls enginn dund- og føndurskóli get ég sagt thér! Eda eins og kennarinn ordadi thad ad thetta yrdi skemmtilegt ár en ansi hreint helvíti erfitt og líklega yrdi úthellt blódi, svita og tárum;)

Thad er strax farid ad ræda årsopgaven, en thad er ritgerd uppá 4000 ord auk mynda um efni ad eigin vali innan snyrtifrædinnar sem vid stúderum sjálfar, eda gerum hálfgerda "rannsókn" á, leggjum fram lausnir og ýmislegt og thurfum svo í lokin ad verja thessa ritgerd og sýna á módeli thá adferd sem vid høfum stúderad og skrifad um, thad getur til dæmis verid aromatherapy, appelsínuhúdarvandamál, andlitsmedferdir, háreyding eda hvad sem er og vid eigum helst ad stinga uppá einhverju nýju eda búa til okkar eigin efni og medferd. Svo thetta er ansi hreint spennandi en ég er gjørsamlega BLANK um hvad ég á ad fjalla, einhverjar hugmyndir? Reyndar langar mig ad fjalla eitthvad um náttúrlegar snyrtivørur gerdar úr jurtum, en veit ekki alveg hvernig ég ætti ad høndla thad efni og skrifa um thad 4000 ord. En thetta kemur allt í ljós;)

Í skólanum í dag stofnudum vid svo lestrargrúppur, skipt var nidur í hópa eftir búsetu. Vid erum fimm saman í hóp, thær tvær sem tala mest í bekknum, danskar, ein tyrknesk og ein frá Íran;) Thær eru reyndar búnar ad búa hér mest sitt líf. Thær eru allar svaka skemmtilegar og ákvednar og já, bara spes karakterar hver á sinn hátt, líst vel á thær! Ég held ad allur bekkurinn sem meira en stútfullur af metnadi og allar píurnar hafa thad ad markmidi ad verda bestar í bekknum, helst í skólanum. Svo vid bodudum strax fyrsta fund sem verdur heima hjá mér á mánudaginn og settum okkur fyrir ad lesa í thremur føgum og setja fram spurningar. Thó ég komist ekki mikid ad í umrædunum ennthá (adallega tvær sem tala) thá hef ég thó eitt framyfir lestrarhópinn minn og thad er ad ég er sú eina sem er búin ad læra anatómíu, og er med bædi bókina og glósurnar med mér;) Thær voru ekki óánægdar med thad stúlkurnar! Ég get thá hugsanlega leidbeint theim í einhverju.

En nú er ég komin í helgarfrí, er hér hjá Stínu og Palla ad fara ad borda nautalund, eitt heilt stykki var keypt, flutti dótid mitt í nýju íbúdina ádan og flyt thangad á morgun, og er ad søtra øl...thad bara tilheyrir;) Já íbúdin er mun betri en ég thordi ad vona. Bjørt og flott stofa sem stórum gluggum med hvítum kørmum og hvítum gardínum, rosa flott gømul trégólf, gas í eldúsinu sem er pínulítid, og flottur svefnsófi, fataskápur og stofuskápar í stofunni. Ég hef sko ekkert svefnherbergi;) En badherbergid er alveg kapítuli útaf fyrir sig, ja sei sei! Thad er eiginlega í forstofunni bara, pínulítid, gluggi inní eldhúsid, klósett, vaskur og...ja sturta? Nehehei! Thad er sturtuhaus tengdur í vaskinn og svo bara sprauta ég á mig og thríf klósettid í leidinni:o) Hehe...

Og ekki má gleyma thví ad hér er búid ad vera um 20 stiga hiti alla vikuna og glampandi sólskin;) Vid sitjum bara útí gardi í hádegishléinu í skólanum og sólum okkur...og svo er klukkutími í hádegismat! Oh thetta er bara svo ljúft!