sunnudagur, apríl 09, 2006

Það er svo mikið eftir af sumrinu í mér

Hér kemur í eitt skipti fyrir öll útskýring á viðvarandi bloggleysi mínu; Nettenging nágrannans er einfaldlega ekki að virka fyrir mig lengur. Ég er að hugsa um að leita þennan árans nágranna uppi og biðja hann vinsamlegast um að redda þessu hið snarasta því eins og gefur að skilja er þetta mjög óþægilegt fyrir mig. Þvílík ósvífni í einum nágranna að gera mér svona erfitt fyrir að stela nettengingunni hans!

Annars er það að frétta að vorið kom í gær...í hálftíma. Svo kom veturinn aftur. Þar sem ég er svo mikil bjartsýnismanneskja neita ég samt að fara úr nýja gallajakkanum mínum og taka niður sólgleraugun svo ég geng um í öllum veðrum skjálfandi úr kulda með sultardropa og sólgleraugu á nefi. Sumu fólki finnst það skrítið. Mér finnst það fólk bara skrítið.

Í tilefni sumarsins læt ég fylgja með þetta...merkilega...ljóð...


Einn daginn segi ég (ungi maður)
Hvernig leggst veturinn í þig.
Og gamla konan svarar:
Ég er bara ekkert að hugsa um það.
Það er svo mikið eftir af sumrinu í mér.
(segir gamla konan)

(Thor Vilhjálmsson)