sunnudagur, apríl 16, 2006

Tinky Winky..Dipsy..Lala..Pó!

Klukkan er að verða átta á sunnudagsmorgni og ég er enn ekki farin að sofa. Ég er mikill nátthrafn og næturgali og komst ekki í gang með fjögurþúsund orða verkefnið mitt fyrr en í nótt. Eftir það þurfti ég aðeins að horfa á sjónvarpið og elda svo. Ekki langaði mig í matinn þegar ég var búin að elda svo ég kveikti aftur á sjónvarpinu núna rétt áðan og lenti inná stubbunum. Og ég horfði á þá. STUBBANA! Og ég hef aldrei séð jafn ávanabindandi barnefni. Þeir voru að velta sér um á jörðinni innan um blóm og kanínur og faðmast. og svo byrjuðu loftnetin þeirra og magar að blikka, og svo kom bíó í maganum á Pó. Það voru börn að föndra með gull og silfur glimmer. Og ég horfði. Svo var bíóið búið en þeir sýndu það bara aftur. Og ég horfði. Þangað til ég áttaði mig á hversu sjúkt þetta barnaefni er og stóð upp og slökkti á sjónvarpinu og sagði við sjálfa mig: "Nei nú er ég orðin alveg rugluð, þetta er sjúkt!" Og þetta sagði ég við mig upphátt nota bene. Aldrei vanmeta áhrifamátt sjónvarpsins gott fólk, það getur gert mann furðulegan. Sérstaklega þegar Stubbarnir eru á skjánum.