fimmtudagur, mars 06, 2008

Death becomes her

Ég er að spá í að gerast líksnyrtir. Hvernig fær maður vinnu við það? Hvað er gott að hafa á ferilskránni ef maður vill gerast líksnyrtir? Ætli það hjálpi að kunna að hreinsa, peela, nudda og farða? Já að kunna að farða hlýtur að hjálpa! Hvers konar fólk gerist líksnyrtar? Hvað fær fólk til að velja það starf? Ég meina, gamalt fólk sem deyr...ekki málið..en börn sem deyja og fólk sem deyr í slysum og er kannski sundurtætt? Það hýtur að vera erfitt. En eitthvað við þetta starf virðist heilla fólk. Kannski sporðdreka meira en aðra..?

Jæja þið látið mig vita ef þið heyrið að óskað sé eftir líksnyrti í Reykjavík!