miðvikudagur, mars 19, 2008

Stundum ætti ég að þegja

Heppni mín í matsalnum heldur áfram. Ég fékk ekki hádegispásu fyrr en klukkan eitt í dag og þegar ég kom niður í matsal var maturinn allur upp étinn. En heppna ég, full skál af súpu var eftir! Ég jós á diskinn með vatn í munninum, fékk mér sæti og sökkti mér í súpudiskinn. Jakkiddí jakk! Þetta var súpa frá helvíti, bragðaðist eins og fjósalykt, get ekki lýst því öðruvísi. Ég var að sálast úr hungri svo ég lét hringja upp í eldhús eftir einhverju ætilegu.

Amalie hringdi eftir mat og spurði í leiðinni hver hefði eiginlega mallað súpuna, hún væri horror. Það var kokkanemi sem bar ábyrgð á eitrinu, og kokkurinn sagðist skila þessu til hennar. Eftir óendanlega langan tíma kom svo loksins stelpa og tók tómu bakkana. Ég lét þá þau orð falla að það væri fáránlegt að kokkanemarnir fengju fríar hendur til að sulla saman því sem þeir vildu og væri það ekki nógu gott fyrir veitingahúsið væri því bara hent niður í starfsfólkið. Já fólkið var sammála því og við hlógum að fjósasúpunni sem var að fylla rusladallinn.

Dó! (Homer style). Við föttuðum það þegar stelpan með bakkana strunsaði út að hún hafði gert súpuna! Hún kom svo aftur með tvo bakka, annan með reyktum laxi og hinn með saltkjötsáleggi og majónesi. Jömmí! Ég er að verða hryllilega vinsæl á Skodsborg, eins gott að ég er að fara a hætta;)