fimmtudagur, júní 10, 2004

Bull og blaður!

Úff, þið trúið ekki hvað ég er þreytt! Þrír vinnudagar búnir í þessari viku og ég er gjörsamlega að gefa upp öndina. 15-20 km. labb á hverjum degi í þúfum, hrauni og fáránlega bröttum brekkum upp og niður, upp og niður, með sleggju, stikubúnt eða gps þyngsla bakpoka. Fór samt í sund eftir vinnu í dag og synti 25 ferðir, gerði 200 magaæfingar á bakkanum og endaði svo í nuddpottinum í allsherjar nuddi. Ótrúlega flott íþróttahöll hérna á Þórshöfn, passar ekki alveg inn í bæinn;) Svo gisti ég á bedda í vinnuskúr sem er bakvið Vegagerðina hérna. Ekki besta gistiaðstaðan en hún er ókeypis og það er fyrir öllu!

Annars er ég orðin ágætlega brún, svíður hálfpartinn í framan eftir sólina í dag, en ekkert gengur að fá lit annars staðar því hafgolan er svo köld að maður fækkar ekkert fötum þrátt fyrir mikinn svita. Ég er líka svo heppin að fá að fara heim í fínu íbúðina mína og góða rúmið mitt á morgun, vinnum bara fram á hádegi um það bil og rennum svo til Akureyrar, það er nefnilega umhverfisdagur á föstudaginn!! Lagt af stað með rútu klukkan 9, fyrirlestrar á Stóru-Tjörnum fram að hádegi, þá verður keyrt í Þórðarstaðaskóg þar sem VG á sumarbústað, þar verður grisjað, plantað, þirfið og dittað að húsinu, og svo verður grillað og bjórinn dreginn fram. Þetta lofar allt mjög góðu ef sólin lætur sjá sig!

Nýjasta áhugamálið, lækningajurtir. Er föst með nefið ofan í alls konar bókum og hef nóg að gera að skoða allar jurtirnar hérna á heiðunum, búin að safna slatta af fjallagrösum sem ég geri mér seyði af daglega og bæti einni kanilstöng í pottinn, algjört möst og bráð hollt, allra meina bót! Óli og Bjössi vinnufélagar eru að smitast af mér, aðallega Óli og leitar hann nú logandi ljósi af horblöðku til að lækna hann á líkama og sál:o)