þriðjudagur, júní 29, 2004

Rósa Bin Laden

Hmmm..áhugaverð helgi..nei reyndar ekki, bara sama gamla! Kíkti á Vélsmiðjuna með Guðrúnu og Daddý "móðursystur", þar var eitthvað afaband að spila gamalt og gott. Var nú ekki mikill gleðihugur í dömunum svo ég fékk lánaðan klútinn hennar Guddu og batt um haus mér sem túrban..út frá því spannst heilmikið grín sem endaði með að hárið á mér var fléttað sem alskegg, yfirskegg málað með augnblýanti og flugmannasólgleraugu sett upp auk pars af latexhönskum. Og var ég þá orðin Rósa Bin Laden, ofurgella með meiru. Ég vakti alveg svakalega lukku, karlmennirnir þyrptust að mér eins og mý á mykjuhaug, og ég smellti kossi á hávaxinn, dökkhærðan mann sem kom á móti mér út úr myrkrinu. Við nánari athugun þegar sólgleraugun voru tekin niður reyndist þetta vera Logi Bergmann Eiðsson, og fór ég öll í kúk og kleinu, en hann hafði bara gaman af og hrósaði skorunni! Eða allavega þangað til kærastan kom og dró hann í burtu frá mér...hehehe;) Hún passaði vel upp á sinn, enda kannski ekki að ástæðu lausu?? Ja, maður spyr sig...

Er annars stödd á Þórshöfn í rok og skít, var að hætta að vinna. Festum Land Roverinn í læk í dag, sat þar pikkfastur á rassgatinu og þurftum við að hringja eftir aðstoð til að láta draga okkur upp..gamaaaaan!