þriðjudagur, júní 01, 2004

Herbalism

Herbalism bókin er alveg að gera sig sko! Búin að útbúa bæði fífla- og kanilte, ekkert smá gaman, líður eins og indjána kellu í eldhúsinu mínu að brugga seiði. Núna er ég sem sagt að afeitra líkamann með fíflatei og er mikið á klósettinu;)
Það er svo mikið af jurtum í þessari bók sem ég veit ekki hvort að vaxi á Íslandi og hvar þær vaxa þá, verð að redda mér bók um íslensku flóruna og skreppa í fjallaferð. Reyndar er ég nú á leið í fjallaferð í dag, en það er meira svona hraun- og þúfuferð, ætti að geta fundið mér mosa og íslenskar jurtir að minnsta kosti, en ég er ekki enn búin að stúdera íslenskar fjallagrasajurtir svo það verður að bíða betri tíma. Ég er sem sagt djúpt sokkin í náttúrulækningar núna...svona ef ykkur vantar ráðleggingar;)