sunnudagur, desember 05, 2004

Geisp...

Ætli það fylgi þessum háa aldri að vera endalaust þreyttur? Ég held það myndi henta mér vel að vaka ekki nema svona átta tíma á dag og sofa í sextán tíma, öfugt við það sem ætlast er til. Meika ekki kaffihús eða djamm á kvöldin jafnvel þó ég hafi sofið til hádegis, vegna þess að augun í mér ranghvolfast af þreytu. Þetta er gjörsamlega óþolandi ástand og ég vona að þetta versni ekki með aldrinum því þá verð ég orðinn slæmur svefnsjúklingur um þrítugt. Einhver ráð???

Annars flaug ég á hausinn í vinnunni áðan. Skrapp út á svalir en þegar maður kemur inn af svölunum er smá stallur sem þarf að stíga niður. Það heppnaðist ekki betur en svo að ég steig á listann í dyrakarminum, rann og flaug svo glæsilega niður á gólf. Og ekki lenti ég á hnjánum eða svoleiðis, nei nei mín lenti bara beint kylliflöt á hliðinni. Ég lífgaði þó allavega upp á kaffitímann hjá stúlkunum svo þetta var ekki alslæmt.