fimmtudagur, desember 30, 2004

Tvö kraftaverk...

Aðeins einn hefur óskað eftir partýi og það er að mínu mati frekar fámennt partý, svo ég hugsa að það verði ekkert af því.
Annars er það helst í fréttum að ég var viðstödd tvíburafæðingu í gær. Ég fór beint eftir vinnu uppá fæðingardeild og klukkan rúmlega tíu höfðu tvær litlar stúlkur skotist í heiminn. Allt gekk rosalega vel og þegar fyrri stúlkan var komin í heiminn fékk ég hana í fangið meðan beðið var eftir þeirri síðari. Um 4 mínútum síðar leit hún dagsins ljós með fæturna á undan en ég var svo hugfangin af litla kraftaverkinu í fangi mér að ég missti eiginlega af þeirri fæðingunni. Dröfn stóð sig eins og hetja, þvílíkt sem ég er stolt af konunni! Fæðingarherbergið var reyndar stappað af fólki; ljósmóðir, hjúkrunarnemi að ég held, fæðingarlæknir og barnalæknir og svo mamma Drafnar og ég...og ég á myndavélinni eins og vitleysingur. Þetta er svo mögnuð lífsreynsla og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera viðstödd, ekki allir sem hafa upplifað tvíburafæðingu! Ég var reyndar líka viðstödd síðast þegar konan fæddi, hún er asskoti dugleg að unga út, og það var líka alveg magnað..ég hef gríðarlega reynslu af fæðingum núna, kannski maður skelli sér bara í ljósmóðurina! Var síðan svo þreytt í dag að ég átti bágt með mig í vinnunni, en sem betur fer var bara nóg að gera, annars hefði ég líklega sofnað sætt á kassanum.

Jamms, svo bara árið að verða búið...og ég vinn síðasta vinnudaginn í Ríkinu á morgun. Segi nánari fréttir á nýju ári, ef ekki á morgun.