þriðjudagur, janúar 04, 2005

Gleðilegt árið gott fólk!

Ég er búin að hafa það þægilegt eftir áramótin, engin vinna í Ríkinu og byrja aftur á Gallup í kveld. Við Bjartmar fórum til Birnu og Jóa og spiluðum popppunktsspilið á nýárskvöld ásamt Gerði og Árna. Sátum yfir hörkuspennandi spili til hálf fjögur og úrslitin urðu að sjálfsögðu þau að við Bjartmar möluðum þau hin;) Þá héldum við skötuhjú heim á leið með Scrabble undir arminum og spiluðum það til klukkan hálf átta um morguninn...þá var mín farin að ranghvolfa augunum af þreytu og var yndislegt að skríða undir sæng og þurfa ekkert að vakna fyrr en mér hentaði. Langar nú bara að vera lengur í fríi, nenni enganveginn á Gallup á eftir:/

Ég skráði mig á aðhaldsnámskeið hjá Átaki sem byrjar næsta mánudag. Þar með er ég komin í hóp týpískra íslendinga sem allir fara í megrun eftir jólin. Hef aldrei gert þetta áður en það er tími til kominn að fara að falla í hópinn, ekki satt! Stefni á 10 kílóa afföll, en það er soldið tæpt að það náist á átta vikum, svo ég sætti mig við 5 kíló. Ef það næst ekki verð ég brjáluð...jahá...held ég halli mér aðeins fyrir vinnu, búin að vera á ferðinni síðan fyrir hádegi og hef ekki orku í meira. Já, það var bakkað á fjólusanseraða kaggann minn í gær! Var ekkert að æsa mig yfir því svo sem, bara löt og nenni ekki í tryggingarnar...fer á morgun!