miðvikudagur, janúar 05, 2005

Simpson ráðgátan

Ég las þetta á bloggi hjá Finni lostakústi:

"Ef einhver hefur séð Simpsonþátt gærkvöldsins sem sýndur var á stöð 2 þá er sá hinn sami sennilega enn með hjartslátt yfir einni setningunni sem Carl Carlson lét út úr sér þegar ljósastaurar Springfield voru stilltir á of mikinn styrkleika þannig að það var of bjart um hánótt. Hann sagði "This reminds of my Icelandic childhood" sem er lauslega þýtt "Þetta minnir mig á mína stórkostlegu Íslensku æsku"."

Finnur var mjög hugsi yfir þessari setningu þar sem mjög fáir vita af hinum björtu Íslandsnóttum.

Þetta minnti mig á þegar að fyrir nokkrum árum hringir í mig maður sem ég þekki lítið sem ekki neitt, en hafði hitt einu sinni, Stefán Wathne, sem býður mér í partý í Viðey þangað sem hann var búinn að bjóða nokkrum vinum sínum úr Harvard (hann leigði bara þotu undir þá...um 70 manns að mig minnir). Að sjálfsögðu mæti ég á svæðið og kemst að þeirri skemmtilegu staðreynd að flestir þessir vinir hans skrifa sjónvarpsþætti fyrir bandarískt sjónvarp. Annars voru þarna líka dóttir Al Gore, sonur Rupert Murdoch (ekki rétt hjá mér Hugrún?) og fleira gott fólk sem ég kann engin skil á, en ég man að ég tjattaði soldið við nokkra gaura sem skrifuðu handrit að Futurama þáttunum sem þá voru ekki enn sýndir á Íslandi. Ég var spurð hvort ég kannaðist við þessa þætti og ég sagði:"Yes, yes I've seen them on my computer!" Það kom undarlegt lúkk á guttana svo ég forðaði mér bara. Jamm og jæja, datt bara í hug að í hópnum hefðu ef til vill leynst Simpson skrifarar!