miðvikudagur, janúar 26, 2005

Þá er allt farið að rúlla...

Vá hvað mér finnst ég menntaleg núna...búin að senda póst til menntamálaráðuneytisins (þetta er langt orð!), LÍN og Cidesco í Köben, allt að gerast. Svo sorteraði ég umsóknirnar mínar um stúdentagarða, eyddi út öllum sem kosta meira en 4000 danskar á mánuði, maður getur ekki verið að spreða sem námsmaður, og eyddi einnig öllum nema einni heimavist sem eru ekki með eigin baðherbergi. Þessi eina sem ég eyddi ekki út er nefnilega með ALLT annað, íþróttasal, tölvusal og bara name it, og ekki skaðar hvað húsið er flott! Mér finnst algjör óhæfa að vera ekki með eigið baðherbergi, maður vill nú sitt prævasí, sérstaklega ef maður skyldi verða slappur í mallanum eins og gengur og gerist.

Ég vona innilega að ég komist inn á heimavist og þurfi ekki að leigja mér herbergi/íbúð sjálf, það er svo miklu notalegra að geta opnað fram á gang og hitt fólk í setustofunni heldur en að þurfa að húka einn í herbergi úti í bæ og hafa ekki samskipti við nokkurn mann (af því ég þekki nú ekki marga í Köben). Þá er bara hætta á að maður verði einmana og þunglyndur og uni sér ekki í náminu. Fólk í Danmörku er svo líbó og skemmtilegt að það verður örugglega "innflutningspartý" á heimavistunum þar sem mikið verður um öl og tilheyrandi, og þá er svo auðvelt að kynnast fólki ;) Ja, vona allavega að það verði þannig!
Ég er farin að hlakka svo til að fara að mig langar helst að pakka niður strax!