föstudagur, janúar 28, 2005

Íbúð Soju

Glæsilegur leikferill minn hófst í Stúdentaleikhúsinu árið 2002 þegar við settum upp Íbúð Soju eftir Mikhail Bulgakov. Þetta var alveg magnaður tími, frábærir krakkar sem voru í þessu og skemmtilega spes leikrit sem við settum upp. Það var mynd af mér á plakatinu sem gert var fyrir sýninguna, ef einhver man eftir þessu, ég lék ungfrú Ivanovu, klassa gleðikonu í Rússlandi;) Í framhaldi af leiksigri mínum í Stúdentaleikhúsinu lék ég einnig í sýningu í Borgarleikhúsinu, Puntila og Matti hét hún, en þar lék ég ásamt öðrum úr Stúdentaleikhúsinu atvinnulausan aumingja í gufubaði og dansi. Þetta var allt saman gott og blessað og bara gaman, en leikferillinn tók snöggan endi þegar ég flutti aftur norður, og hefur lítið borið á leiktilboðum síðan þá;) Já, svona er nú lífið, en ég var allavega að útbúa albúm með myndum sem teknar voru baksviðs í Íbúð Soju. Enjoy!