miðvikudagur, janúar 19, 2005

Lífsins alvara...

Mikil lífsreynsla, eða lífsraun kannski, átti sér stað í gær. Ég tók að mér pössun á þriggja vikna tvíburum sem áður hefur verið getið hér, þ.e.a.s. þegar ég sá þá koma í heiminn;) Móðirin fékk að skjótast í bæinn að útrétta, ég gaf öðru krílinu pela og skipti á henni áður en ég lagði hana í rúmið til systur sinnar. Allt gekk eins og í sögu og tíminn leið...tveir tímar liðnir...þá fór mín nú aðeins að óróast, elsti sonur hennar þó kominn heim og við lágum bara yfir sjónvarpinu. Svo versnar nú í því þegar dyrasíminn hringir og hinn sonurinn er mættur frá dagmömmunni, eins árs snáði, og annað míní krílið vaknaði í leiðinni. Þá vill svo vel til að það stendur eitthvað í stúlkunni, hor eða slef eða álíka girnó, með tilheyrandi hljóðum og andleysi, og þvílík skelfing sem greip mig! Svitinn spratt fram og adrenalínið flæddi um allt á billjón, ég hristi krílið til og sló létt á bakið og þá reddaðist þetta nú en ég titraði í svona hálftíma á eftir;) Eins árs snáðinn var á þessum tíma kominn með símann minn í hendina og skreið með hann og lamdi í gólfið, komst svo inn í herbergi stóra bróður og reif allt og tætti, og þá heyrði ég rumsk í hinni stúlkunni...GUÐI SÉ LOF að móðirin sá að sér í þessari bæjarferð og dreif sig heim akkúrat á þessum tímapunkti, annars hefði ég líklega þurft að hringja eftir lækni með stóra róandi sprautu handa mér. Ég er GREINILEGA ekki efni í móður og þetta síðdegi hefur hvatt mig til að taka tvöfaldan skammt af getnaðarvarnarpillum. Þvílíkt sem ég er stolt af konunni að vera að standa í þessu alein, alltaf rósemin uppmáluð og hefur svooo gaman að þessu. Hún er greinilega ekki með þessi gríðarlegu taugaveiklunargen sem ég hef:o)