mánudagur, desember 13, 2004

Þvílíkur dugnaður

Ég er að verða alveg snarvitlaus í heilanum - encephalon núna. Er búin að læra í allan dag, eða frá því ég vaknaði um hádegi, og var að loka bókum rétt í þessu. Hringdi að sjálfsögðu í kennarann og bað um aukatíma og var hann haldinn frá þrjú til hálf fimm... hehe engar áhyggjur ég er ekkert að snappa, þetta var ákveðið fyrirfram, það átti bara einhver að hringja í hann til að minna hann á þetta, og að sjálfsögðu þorði ég ekki annað en hringja. Fór svo eftir aukatímann og lærði á Línu til hálf átta en þá fór staðurinn að fyllast af fólki svo ég skundaði heim og horfði að sjálfsögðu á lokaþáttinn af Króníkunni áður en ég opnaði bækurnar aftur. Og svo er próf klukkan 8:15 í fyrramálið, er alveg að deyja ég hlakka svoooo til...ehemmm...

Annars var jólahlaðborðið í gær alveg meiriháttar gott, forréttahlaðborð, aðalréttahlaðborð og eftirréttahlaðborð, vá hvað er hægt að verða saddur á stuttum tíma! Það var svo gaman hjá okkur á borðinu að við stuðboltarnir, þrjú pör, sátum þar til allir gestir voru farnir og meira að segja starfsfólkið líka, en þá ákváðum við að best væri að koma sér heim, enda klukkan orðin rúmlega eitt! Við hlógum svo hryllilega mikið um kvöldið að mig dauðverkjaði í kjálkana þegar ég kom heim. Þetta var því alveg nauðsynlegt til að gleyma próflestrinum í smá stund, og það besta var að við borguðum ekki krónu fyrir þetta, gerist ekki betra!

Og svo er það bara cerebrum, cerebellum, mesencephalon og svo framvegis í draumum mínum í nótt.