laugardagur, febrúar 26, 2005

Erfiðir tímar sko!

Ég átti svo langan dag í gær að það er engu líkt. Byrjaði að sjálfsögðu í 10-11 í gærmorgun og fór svo í ræktina eftir það, svo beint á Gallup og vann þar til hálf níu en þá var brunað heim og horft á Ædolið. Mikið var hann Davíð flottur! Og Hildur að sjálfsögðu líka, hún heldur enn mínu atkvæði. Eniveis, eftir Ædolið og Sketch show fór ég aftur í 10-11 í vörutalningu og var ekki komin heim fyrr en rúmlega 6 í morgun og sofnuð rétt fyrir 7 svo ég vakti í sólarhring. Var að spá í að fara í ræktina klukkan hálf eitt en þegar ég vaknaði klukkan hálf tólf leið mér eins og ég væri timbruð hreinlega og skreið því fljótt undir feld aftur. Ég er greinilega orðin of gömul og stirð til að vaka svona lengi og telja, strax klukkan tvö í nótt dauðverkjaði mig í allan líkamann og langaði bara að komast heim í rúmið. Við fengum reyndar pizzur og gos sem hresstu aðeins upp á mannskapinn, en að telja til klukkan 6, kommon! Við vorum samt fyrsta búðin á landinu til að klára, það er hressandi;)