sunnudagur, febrúar 06, 2005

Hipp og kúl

Var að koma úr tveggja tíma Morgunblaðsafleysingaútburði með litla bró. Ég verð nú bara að segja að mér finnst hipp og kúl að bera út Moggann! Passar vel við heilsusamlegan lífstíl minn þessa dagana að berjast áfram í kuldanum, kappklædd og rjóð í kinnum, svo fólk geti fengið nýjustu fréttir beint í æð á laugardagskvöldi. Það er samt eitt sem ég hef aldrei skilið og það eru þessar litlu bronslituðu bréfalúgur á mörgum gömlum einbýlishúsum. Þetta eru ekkert nema sýnishorn af bréfalúgum, hreinar meyjar, svo þröngar að afli þarf að beita til að koma sunnudagsmogganum inn um þær með góðu móti. Og ekki láta mig byrja á pakkinu sem er með póstkassa! Það er ekki hipp og kúl. Hér með skora ég á fólk að víkka hjá sér rifurnar!