miðvikudagur, apríl 06, 2005

Loksins, loksins!

Eurovision.is er snilld! Var að hlusta á lögin í ár og er að stúdera þetta svolítið.
Kýpur náði fyrst athygli minni með blöndu af Ruslönu, dansk-íslenska hommanum og gríska Shake it gaurnum frá því í fyrra. Nokkuð catchy lag sem flutt er af honum Constantinos Christotorou og heitir Ela Ela. Hann er nú ekki jafn sætur og grikkinn í naflabolnum samt;)
Danski gaurinn er þvííílíkt hot og ég stefni hér með að því að næla í hann þegar ég flyt út! Lagið er líka þolanlegt bæ ðe vei;)
Franska lagið er líka nokkuð grípandi fyrir utan auðvitað að það er sungið á frönsku og ég skil ekki orð, alveg óþolandi! Getur kannski einhver sagt mér hvað Chacun pense à soi þýðir? Heiða?

Ungverjaland á nokkuð gott framlag, svona þjóðlegt dæmi, svaka dansgrúppa og læti. Mér líkar alltaf vel við þjóðlega tónlist. Lagið heitir Spin, World og er flutt af Nox. Serbía og Svartfjallaland koma líka nokkuð sterkt inn í þessum flokki. Samt ekkert voðalega. Kannski bara alls ekki. Er orðin dálítið ringluð. Of mörg slæm lög.
Frá Möltu kemur Chiara "hin mikla" með lagið Angel. Ömurlega rólegt lag en ég held að myndbandið hafi heillað mig, ég er mjög hrifin af laginu þegar ég horfi á það en annars ekki.
Moldavía kemur með mjög nútímalegt og rokkað lag, soldill húmor í því heyrist mér, eiga góðan séns hjá "ungu" kynslóðinni...vá hvað ég finn mig hrörna hérna.
Spánn kemur undarlegur inn með "The Ketchup song" í annarri tóntegund. Veit ekki alveg hvað ég á að halda um þetta lag. Svei mér þá. Son de Sol með lagið Brujería. Er ekki frá því að Janice Dickenson sé ein af þremur söngkonum þessa bands.
Svíþjóð spilar fram þvílíkum hönk með "kúl lag" þar sem hann syngur um ævintýri sín í Las Vegas, með fjórar Paris Hilton lookalikes í samfestingum að dilla sér í kringum hann. Sigurstrangleg samsetning?
Sviss á svo lokaframlag keppninnar sem greip athygli mína en þeir senda stúlknabandið Vanilla Ninja með lagið Cool Vibes. "Svona gellur með gítara" band, mjög flott hjá þeim.

Ég held að lagið frá Kýpur sé sigurstranglegast, ég get svo svarið það. Hvert stefnir þessi keppni? Keppnin frá 2000 hefur ekki enn verið toppuð og verður það líklega ekki á næstunni, í heildina besta keppnin sem ég man eftir þó að auðvitað hafi komið frábær lög hin árin eins og til dæmis hún Ruslana gella í fyrra. Rrrrrr!!

Á þessari síðu er auk þess að hlusta á lögin í ár, hægt að hlusta á öll íslensku lögin og sjá myndböndin frá árinu 1986 þegar íslendingar riðu á vaðið með Gleðibankann og hugðu á sigur. Mitt uppáhalds íslenska Júróvisionlag fyrir utan Nínu auðvitað, er Tell me með Einari Ágústi og Thelmu...en það var einmitt á þeim tíma sem Einar Ágúst var ennþá sætur...og sexy;)
En nóg um Eurovision í bili, ég á eflaust eftir að tjá mig meira um það síðar!