mánudagur, maí 09, 2005

Anyone?

Ég fór í hörku innkaupaferð í Bónus í gær, keypti svo mikinn dósa- og krukkumat að þegar ég rogaðist með öll herlegheitin uppá þriðju hæð hefur eitthvað brostið í hægra læri mínu, að minnsta kosti er ég með gríðarlega strengi framan á því!

Núna er ég að sjóða sojabaunir, í bleyti á borðinu bíða svo nýrna- og kjúklingabaunir eftir að fá að bætast í pottinn eftir einn og hálfan tíma, svo ekki get ég fengið mér fegurðarblund eins og mig dauðlangar að gera núna. Kannski ég snúi mér bara að snúrunum á meðan ég bíð. Tók nefnilega svaka þvottadag í gær og fyllti þvottahúsið, svalirnar og stofuna...já það myndi benda til þess að ég hafi ekkert verið neitt voðalega dugleg að setja í vél síðustu daga...eða vikur;) En því er allavega lokið núna svo mér líður voða vel!

Svo er planið að mæta á árshátíð á Broadway næsta laugardag. Veit ekki hvort ég nenni að vera að tjútta eitthvað á föstudeginum líka, maður er svo asskoti blankur þessa dagana. Það stefnir allt í að við mætum bara tvær héðan að norðan, verslunarstjórinn ætlar ekki einu sinni, enda svo margir í fríi þessa helgi og það verður líklega brjálað að gera í búðinni. Já, við Magga beibí verðum sem sagt báðar fyrir sunnan í öðrum erindagjörðum og fannst tilvalið að mæta á árshátíð í leiðinni. Pikkum upp einhverja hönka á leiðinni sem borðherra og málum svo Broadway skærbleikt:o) Sem sagt, við óskum hér með eftir ljósabekkjabrúnum vöðvatröllum með aflitað hár og tennur. Jei jei...