þriðjudagur, maí 17, 2005

Ég er afi minn...

Ég komst svo sannarlega að því um helgina að aldurinn er farinn að segja til sín. Ég mætti galvösk í borgina um klukkan níu á föstudagskvöldið og þá var farið í kaffiheimsókn og kóserí og svo heim til Þóreyjar pæju að snurfusa sig fyrir næturlífið. Við fórum út rétt fyrir tvö, enn vel sprækar, og heimsóttum Vegamót. Það er nú meiri staðurinn. Ekki að mínu skapi. Eníveis, vorum bara þar í einn bjór og ætluðum á Hverfisbarinn en þar var alltof löng röð fyrir okkur sveitastelpurnar svo við skelltum okkur í Hressingarskálann og reyndum að hressa okkur svolítið við. Við vorum þar til um hálf fimm að mig minnir, einn öller drukkinn, sátum bara hinar rólegustu og horfðum á fólkið, ekki séns að við nenntum að hreyfa á okkur sætu botnana.

Á árshátíðinni á laugardaginn var sömu sögu að segja af okkur orkuboltunum, fórum heim klukkan hálf eitt. Á sunnudeginum var ferming litla frænda á Stokkseyri, kom aftur í bæinn um sex leytið og sofnaði yfir videoi. Þórey kom galvösk heim um hálf níu og spurði hvað mig langaði að gera. Uhhh...barasta ekki neitt! Svo við kúrðum bara og horfðum á sjónvarpið og ég var sofnuð fyrir miðnætti.

Ég er virkilega farin að halda að það sé eitthvað að mér, ekki alveg eðlilegt þetta vilja- og orkuleysi í manni. Er maður kannski bara vaxinn upp út tjúttinu, hormónarnir farnir að róast? Verða það framvegis bara prjónarnir og heklunálin yfir indælis bolla af grænu tei og snemma í bólið? Sé mig alveg í anda undir rósóttu, hekluðu teppi með hnút í hárinu og tvískipt gleraugu á nefinu, loðnir inniskór, jafnvel með litla kisulóru í kjöltunni, og að sjálfsögðu í ekta gömlum ruggustól fyrir framan arineld.