þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Það er einhver gaur á ferðinni í Köben, svartklæddur á svartri skellinöðru með svartan hjálm. Hann rúntar um hjólastígana á kvöldin vopnaður hníf og stingur hjólreiðamenn í bakið. Eftir að lögreglan komst á snoðirnar um þetta hafa allmargir gefið sig fram sem hafa rifið jakkana sína, síðustu mánuðina, á að þeir héldu spegli á skellinöðru sem keyrði framhjá. Skellinöðrufélaginn er sem sagt búinn að rúnta um á kvöldin í einhverja mánuði og ekki stinga fólk heldur ota vopninu að fólki og ef hann er heppinn, rífa fötin þess. Ég veit ekki hvort ég er með brenglaðan húmor eða hvað en mér finnst þetta hálf fyndið. Svo lengi sem enginn slasast það er að segja. Sorglegur gæji. Ég játa það samt að mér dauðbrá á leiðinni heim úr vinnunni í kvöld þegar svartklæddur maður á skellinöðru brunaði framhjá mér.