miðvikudagur, ágúst 02, 2006

JÆJA PÆJA! Það er búið að vera mikið um gestagang hjá mér síðustu vikur og fólk hefur fallið kylliflatt fyrir hreint æðislegri íbúðinni sem ég bý í og brugðið sér margar ferðir í skápinn oftar af ánægju fremur en nauðsyn. Ég býð upp á afbragðs gistiþjónustu þar sem fólk getur valið um að gista á gömlum grænum sófa í stofunni eða uppí hjá mér, og svo er mjög girnileg sturtuaðstaða í eldhúsinu sem vakið hefur mikla lukku meðal gesta og gangandi. Því miður fer ég að missa þessa íbúð núna í ágúst, efast um að ég finni jafn æðislega íbúð nokkurn tíma aftur!

En þetta er ekki allt dans á rósum, ég hef ekki fundið aðra íbúð, það er brjálað leiguíbúðavesen hérna, mikill skortur á íbúðum, hvað sem hvaða tölur segja. Ég skoðaði eina íbúð sem átti að kosta 5500 á mánuði og hún var hreint út sagt ömurleg, eldgömul og pínulítil og ljót og eigandinn ætlaði þar að auki að fá að nota besta herbergið í íbúðinni undir sitt drasl. Ég er búin að senda út tugi umsókna um íbúðir og þetta var eina svarið sem ég fékk, eigandinn hafði sem sagt fengið um 80 e-mail!

Svo er ég komin í vinnu. Eins og margir vita er ég í pásu frá skólanum, byrja aftur um miðjan október, og fékk vinnu á snyrtistofu, Institut Louise í Hilleröd. Reyndar var ég ráðin á Afrodtie hudpleje á Frederiksberg, rétt hjá þar sem ég bý, með þeim fyrirvara að ég myndi vinna eitthvað í Hilleröd líka, en ég hef látið gabbast eitthvað því ég vinn nær eingöngu í Hilleröd og það er óendanlega langt að fara þangað á morgnana svo ég er nánast flutt til S og P í Lyngby, sem er mun nær Hilleröd en samt alltof langt í burtu, tekur mig klukkutíma að komast í vinnuna héðan. Það er ekkert spes gaman þegar maður er að vinna til sjö á kvöldin. En þetta er fín stofa og ágætar stúlkur sem ég vinn með, allavega við fyrstu kynni, svo þetta hlýtur að verða ágætt. Ég er reyndar svolítið taugaóstyrk að skella mér svona í þessa vinnu en það vonandi reddast þegar ég er komin vel inn í hlutina, veit hvar allt er og hvernig það virkar og læri á öll fjandans kremin sem við vinnum með;)

Annars er það helst að frétta að sólin er farin og við hefur tekið þrumuveður og rigning...þá kemur hiti á Íslandi segja fróðir menn, þá einna helst á Akureyri...en ég vona að það rætist úr þessu um helgina á meðan ég er í fríi úr vinnunni. Ciao í bili.