föstudagur, ágúst 04, 2006

Ég rétt náði að labba heim úr vinnunni áður en það byrjaði að hellirigna. Nú bylur rigningin á glugganum, ausandi rigning, risadropar. Hitaskúr. Ég vann til hálf sex. Srundum vinn ég til sjö. Skrítið að vakna snemma, mæta í vinnuna, og þegar vinnan er búin þá er dagurinn líka búinn. Og fer að rigna. Eins gott að ég naut þess vel að vera í sumarfríi. Ég hef ekki verið heima hjá mér í marga daga og ísskápurinn tómur og ætlunin að bruna aftur til S og P í Lyngby. Legg ekki í það í þessu skýfalli, verð að láta garnirnar gaula eitthvað enn.
...
Ég er of svöng, skelli mér út.