föstudagur, september 24, 2004

Americas next top model

er sko uppáhaldsþátturinn minn í öllum heimi!! Hann er svo fyndinn að ég fæ hreinlega stundum tár í augun og magakrampa. Fyrir það fyrsta er Tyra Banks gjörsamlega út úr kú greyið kellingin, með myndir af sjálfri sér út um allt og í öllum auglýsingum um þáttinn, alveg fáránlegt þar sem þátturinn fjallar ekkert um hana, hún stjórnar honum bara, og svo í há-dramahluta þáttarins þegar hún þarf að reka eina skvísuna heim, þá hljómar hún alltaf svo hryllilega væmin, annað hvort eins og hún sé að fara að grenja eða fá það eða ég bara veit hreint ekki hvað. Og svo eru þessar yndislegu stúlkur sem eru að keppa um titilinn, þær eru gjörsamlega magnaðar. Þátturinn í gær er nú gott dæmi um það. Í fyrsta lagi skipta þær skapi jafn oft og þær blikka augunum, svo var fáránlega fyndið þegar ein horrenglan sem greinilega hafði ekki borðað í fimm daga fékk svima og lagðist í gólfið, komu þá ekki hin tíu gáfnaljósin og veifuðu allar blöðum framan í hana, færðu henni mat og drykk og ég veit ekki hvað og hvað, æi þetta var bara svo fyndið, get ekki lýst því. Svo grenjaði ein gellan næstum allan þáttinn, það var bara allt að, vá ég vaki sko fúslega til hálf eitt á fimmtudögum til að geta fylgst með þessu!
Reyndar var fyrsta serían nokkuð betri, sérstaklega þar sem svalasta stelpan vann, hún Adrienne (er haggi annars?), hélt með henni allan tímann þar sem hún var eina stelpan sem var ekkert með eitthvað væmið aumingja drama kjaftæði, bara cool á því.
Já ok, gaman gaman ég veit, bara eeeelska þessa þætti:)