mánudagur, september 20, 2004

... :o)

Æm bakk! Tölvan mín var öll í klessu en ráðin hefur verið bót á því. Það er helst að frétta að ég er byrjuð að vinna á Gallup, fimmta vaktin mín í kvöld. Vinnutíminn er frá 18-22 á virkum kvöldum og dagvaktir um helgar. Það er ætlast til þess að ég taki tvo virka daga og eina helgarvakt í viku, en ég ætla að reyna að taka eitthvað fleiri vaktir allavega til að byrja með, áður en ég fæ ógeð. Er bara að standa mig ágætlega það sem komið er, vona að það sé ekki bara byrjenda heppni! Ég ítreka það aftur við lesendur að vera góðir við þá sem hringja frá Gallup, það er svo leiðinlegt þegar fólk er dónalegt og vill ekki svara:(
Hugrún darling átti afmæli í gær, nú er hún alveg að verða stór. Við Birna gáfum henni trefil og vettlinga til að halda á sér hita í vetur, enda búið að kólna ískyggilega hérna á norðurslóðum. Læt mig dreyma um sól og suðrænar strandir...mmmmm....
Ég bara gerði ekki shit um helgina, var að vinna á föstudagskvöldið og jú ég reyndar kíkti í heimsókn til Drafnar á laugardagskvöldið, hún var að flytja í 4 herbergja íbúð, stækka við sig þar sem hún er svo dugleg í að fjölga sér. Á von á litlum tvíbbum í desember eða janúar þessi elska, þá verður sko aldeilis nóg að gera! Er að spá í að gefa henni húshjálp í fæðingargjöf, panta eitt stykki svoleiðis einhversstaðar að utan..hmmm...any ideas?
Jamm og jæja, spurning um að halla sér örlitla stund áður en ég fer í ræktina, sofnaði alltof seint í gær. Svo er aftur skóli og svo vinna, nóg að gera hjá kellunni sko!