föstudagur, september 10, 2004

Múhahaha!

Ég er alveg að gleyma stórfréttum! Ég byrjaði loksins í ræktinni í fyrradag. Er búin að djöflast núna í þrjá daga því ég ætla að verða geggjað fit og flott í vetur. Það væri draumur ef ég endist til að mæta á hverjum degi. Í fyrradag tók ég 20 mín á stepper, 20 mín á hjóli og lyfti svo með fótum, í gær tók ég 40 mín á stepper, kraftgöngu í 20 mín og lyfti með höndum, og í dag tók ég 40 mín á stepper og 20 mín á einhverju undarlegu tæki þar sem maður heldur í stangir og skautar svona áfram, voða gaman. Og svo auðvitað alltaf slatta af maga- og bakæfingum og teygjum. Manni líður svo vel eftir þetta að það er með ólíkindum, finnst ég strax orðin 5 kílóum léttari og ekkert smá stælt, hehe;) Hélt samt á tímabili í dag að ég væri að fá fyrir hjartað, en ég komst heil heim. En það var eitt alveg fáránlegt, þurfti að hætta þegar ég var að byrja að teygja á því ég fékk alveg óstjórnlega verki í endaþarminn HAHA! Staulaðist út í bíl og dreif mig bara heim, uss uss, var svona að spá hvort ég ætti að fara heim eða á sjúkrahúsið, var ekki alveg að lítast á blikuna!! Gaman að þessu:o)