föstudagur, september 03, 2004

We're working, we're working...

Hvað er betra en steikt tófú með spínati, sojasósu og sesamfræjum? Örugglega margt sko... en þetta er nýja fæðið mitt. Er í detox prógrammi núna, byrjaði á mánudaginn. Engar mjólkurvörur, ekkert brauð, pasta eða hveiti, enginn viðbættur sykur, ekkert rautt kjöt, ekkert salt. Borða brún hrísgrjón (sem tekur bæ ðe vei 45 mínútur að sjóða), sojabaunir, -mjólk, og -mauk, túnfisk, kjúkling, fisk og ógrynni af grænmeti og ávöxtum. Keypti mér glæsilegan mixer og skelli hverju sem er í hann, alls konar ávöxtum, grænmeti, sojamjólk og klökum, algjört nammi! Og ég er svo full af orku að það er með ólíkindum! Að minnsta kosti á daginn, en á kvöldin er ég orðin dauðþreytt um 9 eða 10 leytið;) Konan er auðvitað sísvöng á þessu fæði og alltaf að narta í eitthvað, en bara hollt! En það ótrúlegasta er að ég er búin að missa 2 kíló bara á 4 dögum þó ég borði alveg helling!! Það er líklega af því að ég reyni að forðast kolvetnin, en þannig neyðir maður líkamann til að brenna fitu. Ef þetta gengur svona vel áfram sé ég fram á að verða horfin um jólin;) Fór meira að segja niður í Átak áðan og keypti mér tvö og hálft kíló af prótíndufti með vanillubragði hehe...verð komin með æluna af vanillu eftir nokkra daga! Blanda því saman við sojamjólk og ávexti, tær snilld! Fitubrennsla fitubrennsla!