þriðjudagur, september 07, 2004

"Golgikerfi pakka velli til útflutnings úr frumunni..." Múhaha....pakka velli!! Skemmtileg þessi líffæra- og lífeðlisfræði. Var í sýklafræði í morgun, nokkuð áhugavert fag, erum aðallega að læra núna hvað gerist með mat sem skilinn er eftir á borði...jakkí girnilegt sko!
Annars búin að lesa yfir mig af snyrtifræðibókum og orðin soldið pirrandi við kallinn og familíuna held ég með beautytips alveg hægri vinstri. Var meira að segja að kaupa húðvörur handa litla bróa, hann kominn á unglingabólu aldurinn, kemur í ljós á eftir hvort ég get neytt hann til að nota þetta hehe. Get alveg sleppt þessum snyrtifræðiskóla held ég, er að verða útlærð hérna heima:) Komst að því að grænn augnskuggi fer mér enganveginn, og ég er hreint skelfilega léleg að láta á mig blautan eye-liner. Verð líklega að taka sérstakt námskeið í þeim fræðum!