laugardagur, september 25, 2004

Skallinn

Fór á Hárið í gær í höllinni, það var alveg magnað! Við Bjartmar og Gummi litlibró ákváðum að mæta snemma svo við fengjum góð sæti (það var nú reyndar ég sem stjórnaði því hehe) og vorum komin rétt rúmlega sjö, en nei nei þá var bara mega röð um allt bílastæðið! Einhverjir greinilega mætt mjög snemma til að geta setið fremst. En við fengum sæti á ágætum stað, sáum mjög vel, nema hvað að við sátum á einhverjum helvítis trébekkjum og strax eftir hálftíma var rassinn orðinn heldur aumur og bakið slæmt. Já, en sýningin var alveg æðisleg, fékk gæsahúð örugglega 70 sinnum og langaði helst að dansa með þeim. Nektar atriðið var nú ekkert svaðalegt neitt, bara fullt af júllum flaksandi um allt sviðið í svona hálfgerri þoku, en leikararnir hafa örugglega aldrei farið úr fötunum fyrir framan svona marga í einu, það voru nefnilega 1500 manns á sýningunni;) Ég reyndi að koma auga á sprellann á Hilmi Snæ, en sá ekkert fyrir skoppandi búbbum, dem it! Híhíhí...
Já, í lok sýningarinnar var einhver ljósmyndari á vappi þarna fyrir framan okkur og held hann hafi smellt af nokkrum myndum svona í áttina að okkur, svo hafið augun opin fyrir skvísunni mér í rauðum bol í blöðunum;)