miðvikudagur, mars 09, 2005

Er allt að verða vitlaust?

Núna kostar mjólkin bara krónu í Bónus (og svo afsláttur á kassanum) og ég hef ekki enn gert mér ferð þangað. Nenni því ómögulega og drekk sjaldan mjólk. Getur maður fryst hana kannski? Hugmynd. Annars finnur maður fyrir þessu vinnandi í 10-11 þegar þér hentar...það hentar fáum í dag nema öldungum og öryrkjum. Jeminn held ég verði hreinlega að kíkja í Bónus, hádegistraffíkin í dag var víst geðbiluð segja fróðir.
Byrgi mig kannski upp af kóki, kjúklingi og Pampers fyrir framtíðina, getur ekki verið slæm fjárfesting miðað við eðlilegt verðlag.