miðvikudagur, mars 30, 2005

Spis dig slank

Kona sem ég þekki var að byrja í mataræðis-lífsstíls-kúradæminu "Spis dig slank" Eða "Borðaðu þig granna(n)". Ég skoðaði matseðilinn og jeminn! Þvílíkt magn af mat sem á að innbyrða á hverjum degi. Ég myndi eflaust liggja afvelta á blístrinu eftir hverja máltíð, það er að segja ef ég hefði tíma til þess á milli mála, maður er örugglega borðandi allan liðlangan daginn til að klára dagskammtinn. 600-1000 gr. af grænmeti á dag, 4 ávextir og 1-2 lítrar af vatni er skylduskammtur ef ég man rétt, og svo auðvitað brauð og kjöt og fiskur og allt tilheyrandi. Hvernig fer maður að því að borða svona mikið af grænmeti á hverjum degi? Ætli ég myndi ekki bara skella því öllu í blandarann og drekka það svo maukað;) Ef konan fer að léttast, sem gæti vel gerst miðað við ótrúlegar árangurssögur sem heyrst hafa, ætla ég reyndar að taka það til íhugunar að fylgja í fótspor hennar. Þetta verður spennandi að sjá!