mánudagur, nóvember 26, 2007

Skítbuxi

Á miðvikudagskvöldið var lögreglan kölluð út til að stöðva ólæti í heimahúsi í Esbjerg. Tókst henni að skikka til friðar, tímabundið, en var kölluð að sama húsi í gærnótt. Húsráðandi var ekki alls kostar ánægður með þessa heimsókn svo hann hrinti öðrum lögregluþjóninum í gólfið. Hinn lögreglumaðurinn brást snögglega við og stökk á bak manninum og tók hann fastataki í faðm sér. Svo fast kreisti hann manninn að sá skeit í buxurnar. Var maðurinn því næst færður í fangageymslu, í hreinni brók.

Það er svo margt fróðlegt sem ég les í dagblöðunum á leiðinni heim í lestinni á kvöldin.