sunnudagur, nóvember 04, 2007

Séra Svavar og afi

Ég rakst nýverið á bloggsíðu séra Svavars Alfreðs, sóknarprests í Akureyrarkirkju, og hef ég gaman af að lesa hana. Heitar umræður sem eiga sér stað þar oft og tíðum. Ég kipptist þó heldur betur við í dag þegar ég sé efst á síðu hjá honum fyrirsögnina "Rangir menn á röngum stöðum" og mynd af afa mínum heitnum undir fyrirsögninni. Ekki leist mér nú á það, en eftir að hafa lesið greinina er augljóst að fyrirsögnin ætti að vera "Réttir menn á röngum stöðum" :) Hér er færslan