mánudagur, október 04, 2004

Alltof löt

að blogga núna, finnst best að liggja bara undir teppi og gera sem minnst. Var að koma frá tannlækni, hann kíkti upp í mig og hreinsaði tannstein og ég borgaði honum mjög sanngjarna þóknun, 7700 krónur...jeminn! Á svo pantaðan tíma aftur í nóvember, þá ætlar hann að fegra aðeins á mér brosið, plasta tvær tennur sem ég er búin að gnýsta til fjandans, og taka mót fyrir svefngómi, svona eins og gamla fólkið notar;) Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn gnýst-eyðslu tannanna. Ég er greinilega alveg ferleg á nóttunni, bryð í mér tennurnar eins og kandís;)
Tók 5% æfingarpróf í eðlis- og efnafræði í síðustu viku, fékk út úr því á föstudaginn 8.4 og það tók mig helgina að jafna mig. Var óóógurlega svekkt að hafa ekki fengið 10 því þetta voru bara klaufavillur sem ég var að gera, já maður er farinn að gera kröfur til sín! Fer svo í 30% próf núna á miðvikudaginn sem ég ætla að reyna að standa mig betur í. Það er reyndar miklu lengra og flóknara svo ég ætti bara að vera ánægð ef ég næ 8.4 en ég hélt bara að ég væri aðeins betri í þessu. Svo er próf í lollinu (líffæra- og lífeðlisfræði) á næstunni, það verður örugglega öllu strembnara með öll sín latínuheiti og skemmtilegheit, já það verður allavega fróðlegt að sjá hvernig gengur í því!
Jamm og jæja, ætla að smellast í íþróttagallann og keyra svo elskuna mína til tannlæknis, tata!