föstudagur, október 29, 2004

Föstu lokið!!

og ég fékk mér salatbar klukkan 10 í morgun. Fastaði því alls í 58 tíma; þrjár nætur og tvo daga, en ekki losnaði nema eitt kíló af kroppnum. Verð nú eiginlega að fá viðmiðun frá einhverjum sem hefur prófað Hollywood kúrinn, ja eða prófa hann sjálf, til að vita hvort fleiri kíló fjúki þar. Ætli það sé ekki bara mismunandi eftir einstaklingum. Svo ég segi sem fyrr, eina ráðið til að léttast er að stunda reglulega hreyfingu og borða hollt. Ég kenni nú ekki föstunni um, en ég er að drepast úr kvefi og slappleika, var gjörsamlega ónýt í nótt, svaf í buxum og peysu með stíflað nef og brjálaðan þrýsting í eyrunum. Vaknaði með snert af kvefi þarna á miðvikudeginum, fyrsta í föstu, svo veiran hefur verið búin að taka sér bólfestu í líkamanum áður en pyntingin hófst. En ekki var nú skárra að fasta með kvef, eða það get ég ekki ímyndað mér!