sunnudagur, október 17, 2004

Meira um drauma

Svo dreymdi mig líka alveg skelfilega skringilega. Ég skaut hrafn sem var að slást við máv (eða máf?) með lásaboga, man ekki af hverju. Það var sem sagt ég sem var með bogann en ekki mávurinn. En allavega strauk hrafninn vængnum utan í jakkann minn og skildi eftir blóðugt gat. Og þá dó Jónsi í svörtum fötum og Rósa konan hans var alveg brjáluð út í mig, en hann gekk aftur og hún sakaði hann um framhjáhald. Hann gekk á eftir henni og reyndi að milda hana en hún vildi ekkert við hann tala og gekk í burtu.
Ég get svo svarið það, hvað er maður eiginlega ruglaður á nóttunni? Ég kíkti í draumaráðningabók eftir hrafni eða krumma en það stóð bara:"Hrafn. Þetta nafn boðar þér lát nákomins vinar." En ég held að hrafninn hafi ekki heitið Hrafn. Og að drepa fugl í draumi er ekki fyrir góðu. Jæja, ég vona að allir haldi sér á lífi og að ég haldi geðheilsu, allavega eitthvað lengur.