fimmtudagur, október 07, 2004

Gekk ágætlega

í eðlis- og efnafræðiprófinu í gær, held ég hafi getað allt, en annað kemur líklega í ljós þegar ég fæ niðurstöðurnar;) Vona að ég fái út úr því á morgun. Fór svo líka í svona smá tékk í lollinu í gær og fékk 10 á því! Við máttum reyndar nota bókina og glósur en höfðum mjög stuttan tíma, svo ef ég hefði ekki kunnað rúmlega helminginn á prófinu utanbókar hefði ég ekki náð þessu (aðeins að reyna að líta betur út sko thíhí) en það við vorum samt bara tvö sem fengum 10 svo ég er þokkalega ánægð! Svo verður 15% próf í lolli eftir tvær vikur og ég þarf sko slatta mikið að læra fyrir það skal ég segja þér! Ekki nóg með að ég þurfi að kunna allt um húðina, öll bein í beinagrindinni og helstu líffæri á latínu, heldur þarf ég líka að vita hvar klyftasambryskja, augnkarl, ölnarhöfðagróf, stílhyrna og neföður (og fleiri og fleiri) eru og kunna heitin á þeim á latínu! Ja sei sei, það mætti halda að maður væri kominn í háskóla bara!! (Ekki seinna vænna, en það er annað mál;)) Svo auðvitað þarf ég að vita sitthvað um vefi, frumur og fleira. En ég hef nú bara gaman að þessu, svo ég ætla ekki að kvarta meira.

Já já, fór annars með kaggann í smurningu í dag, fyllti hann af bensíni, kyssti hann og knúsaði, get ekki ímyndað mér lífið án hans núna;) Fór svo í dýrabúðina með Gumma litlabró og spurði um skjaldbökur, en þær eru víst ekki seldar á Íslandi. Hélt svo sem ekki, en sakar ekki að spyrja. Gerði það nú aðallega til að hrella hana móður mína. Braut svo saman eins og hálfa skúffu af plastpokum sem voru að flæða um allt þvottahús, ryksugaði og tók svolítið til og ætla að fara að læra núna, ekki veitir af, stafli af verkefnum! Svo er það Body Balance á eftir, jeminn hvað það er hægt að svitna í þeim tímum. Búin að fara einu sinni áður, fullt af stórum kellum í tímanum sem blésu ekki úr nös meðan ég var gjörsamlega á síðasta dropa...já því er misskipt vöðvaaflinu;)