þriðjudagur, október 26, 2004

Ég blogga í úlpu í dag

Það er svo skítkalt úti að blóðið rennur varla í mér. Skóf bílinn þegar ég fór í skólann klukkan átta og svo aftur þegar ég var búin um hálf tíu. Hvers vegna er maður að standa í að búa í þessu landi? Mæli með að Akureyri verði flutt sunnar á bóginn, kannksi til Ítalíu, helst í nágrenni Flórens. Ef ég hefði haldið mig á listnámsbrautinni væri ég einmitt á leið til Ítalíu um miðjan nóvember að taka þátt í einhverju samevrópsku verkefni, er svolítið svekkt að hafa ekki fengið að vera með bara af því ég skipti um braut, veit að krakkar frá hinum löndunum eru ekkert öll á listnámsbrautum. Svekkelsi og pirra! Ég verð bara að fara sjálf einhverntíma seinna.

Fór með Dröfn minni í sónar í gær, það var alveg yndislegt að sjá þessi tvö litlu kríli svamla um þarna í myrkrinu, bæði stór og sterk, enda er engin smá kúla sem er komin á konuna og ennþá næstum þrír mánuðir eftir af fullri meðgöngu. Hef enga trú á að hún gangi svo lengi með, ég meina, hún myndi þá einfaldlega springa!

Ætli maður skríði annars ekki bara örlitla stund undir feld og reyni að þíða klakann af nefinu. Svo er nóg fyrir stafni, verkefni, verkefni og verkefni, og svo lánaði Gumms litlibró mér dönskudisk til að rifja upp málfræðina því ekki veitir af - fór yfir dönskuverkefni sem Hugrún gerði og hafði barasta ekki hugmynd um hvað var vitlaust og hvað rétt...svona er maður búinn að sóa kunnáttunni!