mánudagur, október 11, 2004

Aumingja kagginn

er alveg að segja sitt síðasta. Kúplingin er biluð. Ég keyrði í skólann í morgun og í hvert skipti sem ég stoppaði, sem sagt á gatnamótum og á bílastæðinu í skólanum, drap skrjóðurinn á sér og hoppaði áfram. Ég hef pottþétt verið rosa asnaleg, eins og ég kynni ekki að keyra. Kom honum svo á stæðið hjá ömmu, en hún býr fyrir neðan VMA og þaðan ætlaði ég aldrei að koma honum þar sem ég gat ekki sett í gír. Það tókst svo að lokum og brunaði ég í einum rykk í öðrum gír til mömmu og pabba og þar stendur kagginn núna og ég er farlama. Ætla að gera tilraun til að koma honum upp á vegagerð á morgun ef þeir á verkstæðinu verða svo ljúfir að vilja kíkja á hann fyrir mig. Og ég sem ætlaði að gera svooo margt í dag, ræktin, bærinn, vinnan, hef ekki tíma til að labba það allt...get labbað í skólann, það er ekki málið. Ohh, vona svo innilega að það sé hægt að gera við hann fyrir lítinn eða engan pening, alveg týpískt að um leið og ég fæ bíl þá bili hann!