þriðjudagur, október 19, 2004

Bjútítips

Talað hefur verið um að hollt sé fyrir húðina að taka köld sturtuböð reglulega, það stinni hana og fegri. Ég hef fundið annað ráð sem virkar alveg jafn vel og kannski betur, en það er að fara út í snjóbyl í of þunnum buxum. Held að lærin á mér hafi sjaldan verið samanherptari. Annar plús við snjóinn er að líkaminn styrkist mjög við að vaða skaflana sem eru á gangstéttunum, auk þess sem það bogar af manni svitinn svo einhverjar kaloríur hljóta að missa sig út í veður og vind við það og einnig við að reyna að halda uppi eðlilegum líkamshita. Svo ég býð alla hjartanlega velkomna á heilsuhælið Akureyri í október!