föstudagur, nóvember 05, 2004

Comment á Hugrúnu

Mér tekst bara ekki að kommenta á síðuna þína Hugrún svo ég skrifa bara hér í von um að þú lesir þetta. Alveg er ég hjartanlega sammála þér um Ísland í dag í gær. Ég átti ekki orð yfir hvað stjórnendurnir voru ómálefnalegir, dónalegir og leiðinlegir og gat eiginlega ekki horft á þáttinn ég skammaðist allan tímann og sérstaklega út í Jóhönnu, finnst hún algjörlega vanhæf í þetta starf. Fannst það mjög gott á hana þegar úrslit könnunarinnar lágu fyrir, því hún var nýbúin að segja að 65% þjóðarinnar vildi Þórólf úr sæti borgarstjóra, þá hlakkaði í minni;) Annars er ég nú hissa að þú skulir styðja sjálfstæðisflokkinn yfirleitt, þvílíkur hópur af grasösnum! Það tók mig örugglega tvö ár að komast út úr flokknum eftir Vestmannaeyjaþingið góða þ.e.a.s. ef það tókst þá einhverntíma. Ef þú ætlar út í pólitík, sem mér líst annars vel á, þá skaltu endilega velja bara Samfylkinguna;) Og að lokum þakka ég fyrir afmæliskveðjuna!