föstudagur, nóvember 12, 2004

Heilaþvæla

Hömm pömm, var að koma úr 5% tímaverkefni í eðlisfræði. Máttum nota glósur og bækur og kennarinn fór svo yfir verkefnið mitt strax í lok tímans. Ég náði 9.6 gerði fáeinar klúðurslegar klaufavillur, en er sátt, allavega meðal þeirra hæstu ef ekki bara hæst. Vá, er ég alltaf að monta mig hvað ég er klár kannski? Ég er bara svo ánægð að standa mig svona vel, hef sjaldan nennt þessu áður, en það er einhver svakaleg keppni í mér þessa önnina. Það versta er að nú er ég undir mikilli pressu varðandi lokaprófin, allir búast við að ég fái 10! Sjitt, verð að læra vel og mikið ef mér á að takast það. Núna er einn og hálfur mánuður síðan ég sendi út umsóknina mína um snyrtiskólann og hef engin svör fengið. Skrifaði því e-póst út í gær till að athuga hvort umsóknin mín hefði borist þeim og hvenær ég fái svar. Ætli það taki þau ekki svona 2 vikur að svara meilinu miðað við hvað þau voru lengi að svara síðast. Er alveg að gefast upp á þessari bið, vil fara að fá að vita hvort ég komist inn svo ég geti farið að undirbúa mig! Djöfull væri það skemmtileg tilbreyting að búa í Köben í smá tíma.